Í samtali við Magyar Nemzet í heimalandinu lét hann niðrandi ummæli um samkynhneigða og útlendinga falla.
Petry sagðist ekkert skilja í ungverska landsliðsmarkverðinum, Péter Gulásci, sem sagðist nýlega styðja við fólk af öllum kynjum. Petry gagnrýndi jafnframt innflytjendastefnu Evrópulandanna.
Í yfirlýsingu frá Herthu Berlin var greint frá því að Petry hefði yfirgefið félagið þar sem ummæli hans væru ekki í anda þess.
Petry baðst sjálfur afsökunar á ummælum sínum og sagðist ekki vera homma- eða útlendingahatari. Hann sagðist sjá eftir ummælum sínum og kvaðst virða ákvörðun Herthu Berlin.
Petry, sem er 54 ára, hafði starfað fyrir Herthu Berlin síðan 2015. Hann var áður markvarðaþjálfari hjá Hoffenheim. Petry lék 38 leiki fyrir ungverska landsliðið á árunum 1988-96.