Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Snorri Másson skrifar 6. apríl 2021 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir stjórnmálamenn ábyrga fyrir ólögmætri sóttkvíarskyldu. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05