Reus var skipt af velli tíu mínútum fyrir leikslok en þá stóðu leikar 1-1. Hann var allt annað en sáttur með skiptinguna og kastaði meðal annars fyrirliðabandinu.
Tapið var ansi dýrt fyrir Dortmund sem er að berjast um Meistaradeildarsæti í Þýskalandi en atvikið í gær var ekki eitthvað sem vekur áhyggjur hjá þjálfaranum Terzic.
„Ég vil gjarnan spyrja þig til baka: Myndir þú vera sáttur ef þér yrði skipt af velli á þessum tímapunkti? Auðvitað myndir þú ekki vera það,“ sagði Terzic og hélt áfram:
„Það eru manneskjur á bak við leikmennina og þegar honum er skipt af velli þá verður hann pirraður. Hann hefur verið meiddur og þess vegna var hann tekinn út af. Þetta er ekki stórt vandamál fyrir mig.“
Dortmund er nú sjö stigum frá Meistaradeildarsæti en þeir eru þó enn inn í Meistaradeildinni. Þeir mæta Man. City í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum á þriðjudag en leikið verður á Englandi.
Marco Reus: Der lustlose Abgang des BVB-Kapitäns https://t.co/6i4VkMGvU3 pic.twitter.com/Sjo2wDtgpB
— WELT (@welt) April 4, 2021