Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2021 21:34 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48