Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. apríl 2021 12:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira