Meistararnir fá ekki keppnisleyfi og gamla lið Eiðs Smára græðir á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:41 Þessir stuðningsmenn Shijiazhuang Ever Bright F.C. tóku vel á móti Eiði Smára Guðjohnsen á flugvellinum þegar hann kom til Kína á sínum tíma. Getty/Visual China Group Jiangsu FC mun ekki verja titil sinn í kínversku ofurdeildinni því félagið er ekki á listanum yfir lið sem fengu keppnisleyfi fyrir komandi tímabili. Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum. Fótbolti Kína Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum.
Fótbolti Kína Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira