Fótbolti

Sex marka jafntefli þegar Sveindís og Glódís mættust

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leið í undanúrslit.
Á leið í undanúrslit. vísir/getty

Kristianstad og Rosengard áttust við í sænska bikarnum í fótbolta í dag og þar voru íslenskir leikmenn í eldlínunni.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem gekk nýverið í raðir Kristianstad að láni frá þýska stórliðinu Wolfsburg, lék allan leikinn. Slíkt hið sama gerði Glódís Perla Viggósdóttir hjá Rosengard.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að Rosengard hafði komist í 3-0 en lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn áður en yfir lauk.

Rosengard dugði hins vegar jafntefli til að tryggja sig áfram úr riðlinum og í undanúrslit keppninnar.

Fyrr í dag skoraði Guðrún Arnardóttir eitt mark fyrir Djurgarden sem tapaði á dramatískan hátt fyrir Umea, 2-3 og missti þar með af farseðlinum í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×