„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 13:03 Frosti vildi fá svör við því hvort erfiðleikar sem heilbrigðisráðherra hefur mátt stríða við í sínu persónulega lífi væru slíkir að það hefði áhrif á getu hennar til að gegna hinu viðfangsmikla verkefni sem að stöðu hennar snýr. Þetta þótti Katrínu afar furðuleg spurning, stoppaði Frosta af og las honum pistilinn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira