Bjartsýni sem ríkti hjá ferðaþjónustunni er á bak og burt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Björn Rangarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Stöð 2 Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Það ríkti bjartsýni í geiranum í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58