Forystusauður í stífum æfingabúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2021 20:08 Jón Þormar á Kafteini og forystusauðurinn í taumnum tilbúin að hlaupa af stað þegar skipun þess efnis kemur Magnús Hlynur Hreiðarsson Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi. Það er á bænum Böðmóðsstöðum, sem æfingar knapans, hestsins og sauðsins fara fram nánast daglega. Jón Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð hefur séð um að þjálfa forystusauðinn með dyggri aðstoð konu sinnar og sona. Sauðurinn, sem er ekki nema veturgamall finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa og þá alveg eins í taumi eða bara frjáls úti á túni. „Hann hefur hlaupið alveg frá fæðingu. Hann er mjög léttur á fæti og honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Kafteinn er líka snillingur, hann gerir allt fyrir okkur, sama hvað er,“ segir Hulda Karólína Harðardóttir, bóndi á Böðmóðsstöðum. Vinafólk Jóns Þormars og Huldu á Snorrastöðum í Laugardal voru á leiðinni með forystusauðinn í sláturhús þegar Jón komast að því og fékk þau frekar til að gefa sér sauðinn, hann gæti örugglega komið að gagni á Böðmóðsstöðum. „Svo er náttúrulega verið að kenna honum að haga sér eins og forystusauður, fara heim, teymast á hesti og teymast í hendi líka og hlýða sínum húsbónda,“ bætir Hulda við. Og svo eruð þið að venja hornin á sauðnum eða hvað? „Já, við viljum ekki að þau fari í kinnarnar á honum og jafnvel augun. Þá er settur vír en það þarf mikla tæknikunnáttu til að gera þetta og þau eru stundum vanin mjög flott, við sjáum hvað verður úr þessu.“ Hulda Karólína og Jón Þormar eru bændur á Böðmóðsstöðum þar sem þau eru með kýr, sauðfé, hesta og geitur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það er á bænum Böðmóðsstöðum, sem æfingar knapans, hestsins og sauðsins fara fram nánast daglega. Jón Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð hefur séð um að þjálfa forystusauðinn með dyggri aðstoð konu sinnar og sona. Sauðurinn, sem er ekki nema veturgamall finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa og þá alveg eins í taumi eða bara frjáls úti á túni. „Hann hefur hlaupið alveg frá fæðingu. Hann er mjög léttur á fæti og honum finnst þetta mjög skemmtilegt. Kafteinn er líka snillingur, hann gerir allt fyrir okkur, sama hvað er,“ segir Hulda Karólína Harðardóttir, bóndi á Böðmóðsstöðum. Vinafólk Jóns Þormars og Huldu á Snorrastöðum í Laugardal voru á leiðinni með forystusauðinn í sláturhús þegar Jón komast að því og fékk þau frekar til að gefa sér sauðinn, hann gæti örugglega komið að gagni á Böðmóðsstöðum. „Svo er náttúrulega verið að kenna honum að haga sér eins og forystusauður, fara heim, teymast á hesti og teymast í hendi líka og hlýða sínum húsbónda,“ bætir Hulda við. Og svo eruð þið að venja hornin á sauðnum eða hvað? „Já, við viljum ekki að þau fari í kinnarnar á honum og jafnvel augun. Þá er settur vír en það þarf mikla tæknikunnáttu til að gera þetta og þau eru stundum vanin mjög flott, við sjáum hvað verður úr þessu.“ Hulda Karólína og Jón Þormar eru bændur á Böðmóðsstöðum þar sem þau eru með kýr, sauðfé, hesta og geitur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira