Neita að hafa hótað því að fella Barcelona niður um deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 09:00 Ekki er enn vitað hvort Lionel Messi verði áfram hjá Barcelona en nýr forseti getur nú farið að einbeita sér að sannfæra hann um að vera áfram. AP/Joan Monfort Spænska deildin segist ekki hafa hótað því að senda stórlið Barcelona niður um deild tækist félaginu ekki að koma fram með 125 milljóna evru tryggingu í vikunni. Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar. Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Fréttir frá Spáni í vikunni voru um að La Liga hafi heimtað slíka tryggingu áður en nýr forseti tæki við. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í marga mánuði og rekstur félagsins hefur gengið illa. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif en auk þess hafa peningamálin verið í ruglinu fyrir utan það. Barcelona hefur meðal annars keypt leikmenn fyrir stórar upphæðir en þeir hafa skilað litlu fyrir liðið inn á vellinum. La Liga Denies Barcelona Relegation Threat Over 125m https://t.co/oJ2xJ1UF4o— LEADERSHIP Newspaper (@LeadershipNGA) March 19, 2021 Toni Freixa, sem tapaði forsetakosningunum á dögunum, sagði frá því að hann ásamt hinum tveimur frambjóðendunum, Joan Laporta og Victor Font, hafi fengið að vita það hjá starfandi forseta, Carles Tusquets, að spænska deildin myndi taka hart á því ef slík trygging kæmi ekki áður en nýr forseti væri settur í embættið. Forseti spænsku deildarinnar á þar að hafa hótað Barcelona að senda það niður um deild. Bankatryggingin er fimmtán prósent af fjárhagsáætlun Barcelona og er sett inn sem leið til að tryggja það að félagið sé ekki rekið ábyrgðarlaust. La Liga þarf síðan að staðfesta að þessi trygging sé til staðar. Freixa sagði frá þessu á Twitter. „Svar La Liga eða nánar til getið svar forsetans Javier Tebas, var að ef þið setjið nýjan forseta í embætti án þess að koma fram með þessa tryggingu þá mun ég senda Barcelona niður í b-deildina. Þetta sagði Carles Tusquets okkur öllum þremur forsetaframbjóðendunum,“ skrifaði Toni Freixa. Barcelona president-elect Joan Laporta has received the 125M ($149M) bank guarantees required to "officially become Barcelona's president." He was expected to send them to @LaLiga for approval tonight ahead of the deadline. : https://t.co/EY2U7ZDO87 pic.twitter.com/CKa4xNBvQ9— Sports Business Journal (@sbjsbd) March 16, 2021 La Liga hefur nú komið fram að neitað því að að þeir Tebas og Tusquets hafi haft einhver samskipti í aðdraganda forsetakosninganna. Spænska deildin hefur líka staðfest það sem myndi gerast kæmi ekki slík trygging. Þá yrði að endurtaka forsetakosningarnar en Barcelona myndi ekki falla niður um deild. Joan Laporta tókst að koma með þessa umræddu tryggingu á réttum tíma og hefur nú endanlega verið staðfestur sem nýr forseti Barcelona. Fjárhagsmálin eru mikill höfuðverkur fyrir félagið en mesta pressan eins og er snýst um það hvort Joan Laporta takist að sannfæra Lionel Messi um að vera áfram þegar samningur hans rennur út í sumar.
Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira