Þjálfara refsað með því að láta hann þjálfa kvennalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 10:01 Heiko Vogel frá dögum hans sem þjálfara svissneska knattspyrnuliðsins FC Basel 1893. EPA/GEORGIOS KEFALAS Þýski knattspyrnuþjálfarinn Heiko Vogel fékk mjög sérstaka refsingu fyrir óíþróttamannslega hegðun sína gagnvart dómara á dögunum. Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira