„Er ég áhyggjufullur? Já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2021 07:02 Landin í leik gegn Füchse Berlin undir lok síðasta mánaðar. Martin Rose/Getty Images Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira