Þýskaland, ásamt fleiri þjóðum, tilkynntu í dag hvaða leikmenn hefðu verið valdir í EM hóp þeirra sem fer fram síðar í mánuðinum.
Hinn sextán ára Moukoko er í hópnum hjá Þýskalandi en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Dortmund á þessari leiktíð.
Hann varð þar af leiðandi yngsti leikmaðurinn í sögu Bundesligunnar, yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og yngsti leikmaður U21-árs landsliðs Þýskalands.
Hann hefur farið á kostum í U17 ára liði Dortmund. Hann hefur gert 90 mörk og lagt upp önnur sextán í 56 leikjum og tölfræðin er ekki slæm hjá U19 ára liðinu.
Þar hefur hann gert 47 mörk og lagt upp tíu í 25 leikjum en hann er á leiðinni með Þýskalandi til Ungverjaland og Slóveníu þar sem mótið fer fram.
Þýskaland er í riðli með Ungverjum, Rúmeníu og Hollandi og er fyrsti leikurinn gegn heimamönnum í Ungverjalandi þann 24. mars.
Der ganze Kader im Überblick! 👇 https://t.co/PTLvyJiTUv pic.twitter.com/HroioR9pwd
— Sky Sport News (@SkySportNewsHD) March 15, 2021