Þakkar Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning eftir andlát unnustans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2021 15:15 Maðurinn lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 16. mars í fyrra. Á morgun verður ár liðið frá andláti hans. Vísir/Vilhelm Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka. Þetta kemur fram í kveðju frá konunni í hóp sem stofnaður var henni til stuðnings á Facebook í fyrra. Maðurinn var 36 ára þegar hann lést en hann hafði verið á ferðalagi um landið ásamt unnustu sinni dagana áður. Hann leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík vegna alvarlegra veikinda 16. mars í fyrra en lést skömmu eftir komuna á stofnunina. Hann reyndist smitaður af Covid-19. Maðurinn var sá fyrsti kórónuveirusmitaði sem lést hér á landi. Unnusta mannsins smitaðist einnig af veirunni og þurfti að dvelja í einangrun í tæpar tvær vikur hér á landi eftir andlátið. Stuðningshópur var stofnaður á Facebook í kjölfarið, sem telur nú tæplega 12 þúsund meðlimi. Hópurinn ber heitið With love from us en þar bauðst Íslendingum að koma á framfæri kveðjum og stuðningi til konunnar, sem ætíð hefur kosið að vera ekki nafngreind í fjölmiðlum. Trúlofuðu sig sex vikum fyrir andlátið Stjórnandi hópsins birtir í dag kveðju frá konunni til meðlima hópsins og allra þeirra sem sýndu henni hlýhug eftir áfallið í fyrra. Á morgun, 16. mars, er liðið eitt ár frá því að unnusti hennar lést á Húsavík. Konan lýsir því að hana hafi lengi langað til að þakka hópnum fyrir stuðninginn en ekki verið tilbúin til þess fyrr en nú. Á morgun sé ár síðan unnusti hennar lést, 36 ára gamall, og því hafi henni þótt viðeigandi að líta yfir farinn veg á þessum tregafullu tímamótum. „Við höfðum trúlofað okkur aðeins sex vikum áður en hann lést, eftir að hafa varið sex og hálfu ári saman. Samband okkar var ótrúlegt. Við kynntumst þegar við sátum hlið við hlið í flugvél og úr varð fimmtán mánaða fjarsamband milli London og Melbourne, þangað til ég ákvað að flytja aftur heim til Ástralíu, nema nú til Melbourne, til að vera með honum,“ segir konan. Fjórir stórkostlegir dagar Þau hafi bæði haft unun af ferðalögum og farið saman í tvær utanlandsferðir á ári meðan á sambandi þeirra stóð. Þau hafi alltaf langað til Íslands, einkum vegna stórbrotinnar náttúrunnar. Íslandsferðin hófst loks 11. mars og stefnan var sett á hringinn í kringum landið. „Við áttum saman fjóra stórkostlega daga. Síðasta góða deginum vörðum við í bílferð milli Hafnar og Egilsstaða – við höfðum hlakkað til þessa hápunkts í ferðinni og hann fór fram úr okkar björtustu vonum. Leiðin var undurfögur.“ Þá lýsir konan því að eftir að unnusti hennar lést 16. mars hafi hún verið í ellefu daga í einangrun á hótelherbergi, alein. Hún hafi strax þá verið látin vita af stuðningshópnum en ekki haft þrek í að lesa skilaboðin. „En ég var djúpt snortin yfir því að nokkur hafi hugsað svona fallega til mín og unnusta míns,“ segir konan, sem nú hefur farið yfir skilaboðin sem bárust henni í gegnum hópinn. Kærleikur Íslendinga eigi sér engan líka Stuðningurinn sé henni ómetanlegur, jafnvel núna ári eftir andlátið, og hún færir öllum innilegar þakkir. „Unnusti minn og ég ræddum það oft á meðan á ferðinni stóð hversu vinaleg íslenska þjóðin var en þessi stuðningur og væntumþykja slær öllu við,“ segir konan og fullyrðir að harmleikurinn sem hún hafi upplifað gæti ekki hafa orðið á betri stað. „Ég held að ég hefði ekki fengið jafnmikla hlýju, stuðning, ást og væntumþykju í nokkru öðru landi en Íslandi. Þetta á sér engan líka. Fólkið heima er steinhissa þegar ég segi því frá íslensku þjóðinni og stuðningnum sem hún veitti mér.“ Þá kveðst konan staðráðin í því að snúa aftur til Íslands þegar faraldrinum lýkur. „Mig langar svo að ljúka fríinu okkar og upplifa og sjá staðina sem unnusti minn mun aldrei fá að sjá en biðu okkar á ferðalaginu. Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, landið þar sem unnusti minni varði síðustu viku lífs síns. Orð fá ekki lýst þakklæti mínu til ykkar allra, en takk. Takk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. 18. mars 2020 15:40 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta kemur fram í kveðju frá konunni í hóp sem stofnaður var henni til stuðnings á Facebook í fyrra. Maðurinn var 36 ára þegar hann lést en hann hafði verið á ferðalagi um landið ásamt unnustu sinni dagana áður. Hann leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík vegna alvarlegra veikinda 16. mars í fyrra en lést skömmu eftir komuna á stofnunina. Hann reyndist smitaður af Covid-19. Maðurinn var sá fyrsti kórónuveirusmitaði sem lést hér á landi. Unnusta mannsins smitaðist einnig af veirunni og þurfti að dvelja í einangrun í tæpar tvær vikur hér á landi eftir andlátið. Stuðningshópur var stofnaður á Facebook í kjölfarið, sem telur nú tæplega 12 þúsund meðlimi. Hópurinn ber heitið With love from us en þar bauðst Íslendingum að koma á framfæri kveðjum og stuðningi til konunnar, sem ætíð hefur kosið að vera ekki nafngreind í fjölmiðlum. Trúlofuðu sig sex vikum fyrir andlátið Stjórnandi hópsins birtir í dag kveðju frá konunni til meðlima hópsins og allra þeirra sem sýndu henni hlýhug eftir áfallið í fyrra. Á morgun, 16. mars, er liðið eitt ár frá því að unnusti hennar lést á Húsavík. Konan lýsir því að hana hafi lengi langað til að þakka hópnum fyrir stuðninginn en ekki verið tilbúin til þess fyrr en nú. Á morgun sé ár síðan unnusti hennar lést, 36 ára gamall, og því hafi henni þótt viðeigandi að líta yfir farinn veg á þessum tregafullu tímamótum. „Við höfðum trúlofað okkur aðeins sex vikum áður en hann lést, eftir að hafa varið sex og hálfu ári saman. Samband okkar var ótrúlegt. Við kynntumst þegar við sátum hlið við hlið í flugvél og úr varð fimmtán mánaða fjarsamband milli London og Melbourne, þangað til ég ákvað að flytja aftur heim til Ástralíu, nema nú til Melbourne, til að vera með honum,“ segir konan. Fjórir stórkostlegir dagar Þau hafi bæði haft unun af ferðalögum og farið saman í tvær utanlandsferðir á ári meðan á sambandi þeirra stóð. Þau hafi alltaf langað til Íslands, einkum vegna stórbrotinnar náttúrunnar. Íslandsferðin hófst loks 11. mars og stefnan var sett á hringinn í kringum landið. „Við áttum saman fjóra stórkostlega daga. Síðasta góða deginum vörðum við í bílferð milli Hafnar og Egilsstaða – við höfðum hlakkað til þessa hápunkts í ferðinni og hann fór fram úr okkar björtustu vonum. Leiðin var undurfögur.“ Þá lýsir konan því að eftir að unnusti hennar lést 16. mars hafi hún verið í ellefu daga í einangrun á hótelherbergi, alein. Hún hafi strax þá verið látin vita af stuðningshópnum en ekki haft þrek í að lesa skilaboðin. „En ég var djúpt snortin yfir því að nokkur hafi hugsað svona fallega til mín og unnusta míns,“ segir konan, sem nú hefur farið yfir skilaboðin sem bárust henni í gegnum hópinn. Kærleikur Íslendinga eigi sér engan líka Stuðningurinn sé henni ómetanlegur, jafnvel núna ári eftir andlátið, og hún færir öllum innilegar þakkir. „Unnusti minn og ég ræddum það oft á meðan á ferðinni stóð hversu vinaleg íslenska þjóðin var en þessi stuðningur og væntumþykja slær öllu við,“ segir konan og fullyrðir að harmleikurinn sem hún hafi upplifað gæti ekki hafa orðið á betri stað. „Ég held að ég hefði ekki fengið jafnmikla hlýju, stuðning, ást og væntumþykju í nokkru öðru landi en Íslandi. Þetta á sér engan líka. Fólkið heima er steinhissa þegar ég segi því frá íslensku þjóðinni og stuðningnum sem hún veitti mér.“ Þá kveðst konan staðráðin í því að snúa aftur til Íslands þegar faraldrinum lýkur. „Mig langar svo að ljúka fríinu okkar og upplifa og sjá staðina sem unnusti minn mun aldrei fá að sjá en biðu okkar á ferðalaginu. Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, landið þar sem unnusti minni varði síðustu viku lífs síns. Orð fá ekki lýst þakklæti mínu til ykkar allra, en takk. Takk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. 18. mars 2020 15:40 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45
Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. 18. mars 2020 15:40
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14