Galli á jafnréttislögum sem nú sé búið að laga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 11:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið galla á jafnréttislögum að kærunefnd jafnréttismála þurfi ekki að standa fyrir máli sínu ásamt einstaklingum sem kærði niðurstöðu til nefndarinnar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mál menntamálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur ekki hafa verið rætt á fundi ríkisstjórnar og heldur ekki við sig persónulega. Málið sé dæmi um galla á jafnréttislögum sem nú sé búið að laga. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem einnig sótti um starfið. Alfarið ákvörðun Lilju Dómur féll í héraði á föstudag og samdægurs ákvað Lilja að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Ráðherrar höfðu ekki tjáð sig um málið þangað til Lilja gerði það óvænt að loknum ráðherrafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina ekki hafa verið léttvæga. „Forræði þessa máls er alfarið á höndum menntamálaráðherra eins og siður er þegar um er að ræða mál sem heyra undir málasvið einstakra ráðherra. Þetta er alfarið hennar ákvörðun og hennar að kynna sínar málsástæður fyrir því. Þetta hefur ekki verið rætt við ríkisstjórnarborðið eftir að þessi dómur féll og ekki við mig eftir að þessi dómur féll,“ sagði Katrín að loknum ráðherrafundi í morgun. „Það er auvitað þannig að lögum samkvæmt er hægt að leita til dómstóla hvað varðar úrskurði kærunefndar. Það er það lagaumhverfi sem við búum í. Þar er auðvitað hægt að áfrýja til að leita endanlegrar niðurstöðu. Ég vænti þess að ráðherra muni fara yfir þær málsaðstæður við málflutning fyrir Landsrétti og hlýta þeirri niðurstöðu sem þar komi fram.“ Aðspurð hvort hún telji að Lilja muni hlýta þeirri niðurstöðu segir Katrín: „Hún hefur tilkynnt það að hún muni áfrýja málinu til að fá endanlega niðurstöðu. Það er gert ráð fyrir því í þessu kerfi,“ segir Katrín. Sækja þarf um leyfi til að fá mál tekin fyrir hjá Hæstarétti og fara aðeins einstök mál fyrir réttinn. Jafnréttislögum verið breytt Gagnrýnt hefur verið að ráðherra fari í mál við Hafdísi Helgu í stað þess að hlýta úrskurði kærunefndar. Það geti reynst letjandi fyrir fólk sem telji á sér brotið að fara með mál sín til kærunefndar jafnréttismála ef von sé á að því fylgi dómsmál sem ráðherra höfði með styrk ríkisins gegn viðkomandi einstaklingi. Katrín segir að þetta hafi verið galli á löggjöfinni sem hún hafi ráðist í að bæta. „Ég vil líka vekja athygli á því að ég lagði fram þá breytingu á jafnréttislögum að fari svo að ráðherra höfði ógildingarmál eins og gert var í þessum tilfelli þá sé það ekki eingöngu gagnvart einstaklingnum heldur að kærunefndin sjálf verði aðili máls. Ég held að sú breyting skipti miklu máli því hún er ætluð til þess að þó aðilar leiti réttar síns fyrir dómstólum þá fæli það fólk ekki frá því að leita réttar síns fyrir kærunefnd,“ segir Katrín. Sú breytingartillaga hafi verið samþykkt á Alþingi og því komin á koppinn. Kærunefndin þurfi því að standa skil á sinni ákvörðun fyrir dómstólnum ákveði ráðherra að leita réttar síns. Segir ekki persónulega skoðun sína Katrín vildi ekki segja sitt persónulega álit á málinu. Hún vísaði til þess að hún væri ekki aðili máls, Lilja þekkti málavöxtu mun betur, hefði forræði yfir því og byggði það væntanlega á ráðgjöf sem hún hefði fengið. Lilja tjáði fréttastofu í dag að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en ákvörðun var tekin um áfrýjun til Landsréttar. „Þessi mál eru þannig vaxin að hver og einn ráðherra ber ábyrgð á þeim málum sem undir hann heyra. Forræðið liggur þar. Þar eru teknar ákvarðanir sem byggja væntanlega á þeirri ráðgjöf og þeim málavöxtum sem eru ráðherra kunnugt.“ Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. 9. mars 2021 10:46 Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24 Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem einnig sótti um starfið. Alfarið ákvörðun Lilju Dómur féll í héraði á föstudag og samdægurs ákvað Lilja að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Ráðherrar höfðu ekki tjáð sig um málið þangað til Lilja gerði það óvænt að loknum ráðherrafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina ekki hafa verið léttvæga. „Forræði þessa máls er alfarið á höndum menntamálaráðherra eins og siður er þegar um er að ræða mál sem heyra undir málasvið einstakra ráðherra. Þetta er alfarið hennar ákvörðun og hennar að kynna sínar málsástæður fyrir því. Þetta hefur ekki verið rætt við ríkisstjórnarborðið eftir að þessi dómur féll og ekki við mig eftir að þessi dómur féll,“ sagði Katrín að loknum ráðherrafundi í morgun. „Það er auvitað þannig að lögum samkvæmt er hægt að leita til dómstóla hvað varðar úrskurði kærunefndar. Það er það lagaumhverfi sem við búum í. Þar er auðvitað hægt að áfrýja til að leita endanlegrar niðurstöðu. Ég vænti þess að ráðherra muni fara yfir þær málsaðstæður við málflutning fyrir Landsrétti og hlýta þeirri niðurstöðu sem þar komi fram.“ Aðspurð hvort hún telji að Lilja muni hlýta þeirri niðurstöðu segir Katrín: „Hún hefur tilkynnt það að hún muni áfrýja málinu til að fá endanlega niðurstöðu. Það er gert ráð fyrir því í þessu kerfi,“ segir Katrín. Sækja þarf um leyfi til að fá mál tekin fyrir hjá Hæstarétti og fara aðeins einstök mál fyrir réttinn. Jafnréttislögum verið breytt Gagnrýnt hefur verið að ráðherra fari í mál við Hafdísi Helgu í stað þess að hlýta úrskurði kærunefndar. Það geti reynst letjandi fyrir fólk sem telji á sér brotið að fara með mál sín til kærunefndar jafnréttismála ef von sé á að því fylgi dómsmál sem ráðherra höfði með styrk ríkisins gegn viðkomandi einstaklingi. Katrín segir að þetta hafi verið galli á löggjöfinni sem hún hafi ráðist í að bæta. „Ég vil líka vekja athygli á því að ég lagði fram þá breytingu á jafnréttislögum að fari svo að ráðherra höfði ógildingarmál eins og gert var í þessum tilfelli þá sé það ekki eingöngu gagnvart einstaklingnum heldur að kærunefndin sjálf verði aðili máls. Ég held að sú breyting skipti miklu máli því hún er ætluð til þess að þó aðilar leiti réttar síns fyrir dómstólum þá fæli það fólk ekki frá því að leita réttar síns fyrir kærunefnd,“ segir Katrín. Sú breytingartillaga hafi verið samþykkt á Alþingi og því komin á koppinn. Kærunefndin þurfi því að standa skil á sinni ákvörðun fyrir dómstólnum ákveði ráðherra að leita réttar síns. Segir ekki persónulega skoðun sína Katrín vildi ekki segja sitt persónulega álit á málinu. Hún vísaði til þess að hún væri ekki aðili máls, Lilja þekkti málavöxtu mun betur, hefði forræði yfir því og byggði það væntanlega á ráðgjöf sem hún hefði fengið. Lilja tjáði fréttastofu í dag að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en ákvörðun var tekin um áfrýjun til Landsréttar. „Þessi mál eru þannig vaxin að hver og einn ráðherra ber ábyrgð á þeim málum sem undir hann heyra. Forræðið liggur þar. Þar eru teknar ákvarðanir sem byggja væntanlega á þeirri ráðgjöf og þeim málavöxtum sem eru ráðherra kunnugt.“
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. 9. mars 2021 10:46 Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24 Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. 9. mars 2021 10:46
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12