Lentu í niðurskurðarhnífi Adidas og geta ekki boðið upp á Yeezy skó Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Kanye West hannar skóna og eru þeir gríðarlega vinsælir um heim allan. Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West gaf á dögunum út nýja týpu af Yeezy skónum frægu. Skórnir seldust upp á innan við mínútu um heim allan. „Þessir Yeezy skór og aðrir skór er í raun að verða eins og áþreifanlegur gjaldmiðill og þetta eru ekkert einhverjir krakkar að kaupa eitt par. Ég held að flest þessi pör hafi farið til fólks sem er að endurselja skó. Og þá er verið að kaupa í tugum ef ekki hundruðum para í einu og nota svona botta þar sem búið er að stilla þetta allt inn fyrir fram. Það seldust allir skórnir upp á netinu á innan við mínútu,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra, í samtali við Harmageddon í gær. Hann segir að þessi markaður velti í dag tveimur billjónum Bandaríkjadala bara í Norður-Ameríku. „Skórnir voru á tvö hundruð dollara á netinu og eru núna að seljast á 380 til 580 dollara. Hæsta salan hingað til var tólf hundruð dollarar. Þú nærð kannski í hundrað pör með þessum bottum og þá ert þú að fara græða helvíti mikið.“ Sindri segir að skórnir verði ekki fáanlegir í Húrra. „Við lentum því miður í svona niðurskurðarhníf hjá Adidas ásamt fullt af öðrum búðum í Evrópu. Þessi stóru fyrirtæki eru farin að selja bara beint til viðskiptavinarins og skera út milliliðina eins og okkur. En á sama tíma eru þeir að búa til nýjan millilið sem eru þessi salar á netinu. Og ég held að þetta sé ekki góð þróun af því að búðirnar voru að sinna þessu nokkuð vel, að selja þetta til fólks sem vildi vöruna. Núna eru eiginlega allir skórnir að fara til fólks sem ætlar að græða á vörunni.“ Honum sjálfum þykir skórnir ekki svo fallegir. „Mér finnst þetta ekki svo fallegir skór og ég myndi ekki kaupa mér þá og ganga í þeim.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sindra í heild sinni. Tíska og hönnun Harmageddon Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Þessir Yeezy skór og aðrir skór er í raun að verða eins og áþreifanlegur gjaldmiðill og þetta eru ekkert einhverjir krakkar að kaupa eitt par. Ég held að flest þessi pör hafi farið til fólks sem er að endurselja skó. Og þá er verið að kaupa í tugum ef ekki hundruðum para í einu og nota svona botta þar sem búið er að stilla þetta allt inn fyrir fram. Það seldust allir skórnir upp á netinu á innan við mínútu,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra, í samtali við Harmageddon í gær. Hann segir að þessi markaður velti í dag tveimur billjónum Bandaríkjadala bara í Norður-Ameríku. „Skórnir voru á tvö hundruð dollara á netinu og eru núna að seljast á 380 til 580 dollara. Hæsta salan hingað til var tólf hundruð dollarar. Þú nærð kannski í hundrað pör með þessum bottum og þá ert þú að fara græða helvíti mikið.“ Sindri segir að skórnir verði ekki fáanlegir í Húrra. „Við lentum því miður í svona niðurskurðarhníf hjá Adidas ásamt fullt af öðrum búðum í Evrópu. Þessi stóru fyrirtæki eru farin að selja bara beint til viðskiptavinarins og skera út milliliðina eins og okkur. En á sama tíma eru þeir að búa til nýjan millilið sem eru þessi salar á netinu. Og ég held að þetta sé ekki góð þróun af því að búðirnar voru að sinna þessu nokkuð vel, að selja þetta til fólks sem vildi vöruna. Núna eru eiginlega allir skórnir að fara til fólks sem ætlar að græða á vörunni.“ Honum sjálfum þykir skórnir ekki svo fallegir. „Mér finnst þetta ekki svo fallegir skór og ég myndi ekki kaupa mér þá og ganga í þeim.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sindra í heild sinni.
Tíska og hönnun Harmageddon Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira