Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 14:03 Píratar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir flettu í Bændablaðinu og komust að því að Ásmundur Friðriksson er á alveg sömu línu og því að vilja opna fyrir hampinn til Íslands. samsett Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun. Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn. Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn.
Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira