Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir breytingar á aðgerðum innanlands eiga að geta tekið gildi fljótlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira