Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 20:15 Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. Þegar Íslendingum varð ljóst að þeir kæmust ekki mikið til útlanda síðasta sumar hópuðust þeir í ferðalög um landið. Hótel- og veitingastaðaeigendur víðs vegar um land buðu margir sérstök kjör og stjórnvöld gáfu landsmönnum ferðagjöf. heimild turisti.is Ferðagleði Íslendinga dreifðist þó misjafnlega milli landshluta. Því gistinóttum þeirra á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aðeins um átta þúsund og þeim fækkaði um tvö þúsund á Suðurnesjum. Samkvæmt samantekt ferðasíðunnar turisti.is fjölgaði gistinóttum hins vegar gífurlega annars staðar á landinu. Úr tæplega átján þúsund í ríflega 52 þúsund á Vesturlandi og Vestfjörðum og úr rúmlega sautján þúsund í ríflega 82 þúsund á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela.Vísir/Egill Gríðarlegt stökk varð á Austurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði úr 4.700 í rétt rúmlega 29 þúsund og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum Íslendinga í sumarmánuðunum þremur úr rétt rúmlega 27 þúsund í 83 þúsund frá sömu mánuðum árið 2019. Margir áttu erfitt með að finna gistingu í fyrra sumar þegar menn ruku fyrirvaralítið út á land og ætluðu að láta slag standa með gistinguna. Nú eru hins vegar vísbendingar um að fleiri ætli að hafa vaðið fyrir neðan sig en þá. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Þegar Íslendingum varð ljóst að þeir kæmust ekki mikið til útlanda síðasta sumar hópuðust þeir í ferðalög um landið. Hótel- og veitingastaðaeigendur víðs vegar um land buðu margir sérstök kjör og stjórnvöld gáfu landsmönnum ferðagjöf. heimild turisti.is Ferðagleði Íslendinga dreifðist þó misjafnlega milli landshluta. Því gistinóttum þeirra á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aðeins um átta þúsund og þeim fækkaði um tvö þúsund á Suðurnesjum. Samkvæmt samantekt ferðasíðunnar turisti.is fjölgaði gistinóttum hins vegar gífurlega annars staðar á landinu. Úr tæplega átján þúsund í ríflega 52 þúsund á Vesturlandi og Vestfjörðum og úr rúmlega sautján þúsund í ríflega 82 þúsund á Norðurlandi. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela.Vísir/Egill Gríðarlegt stökk varð á Austurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði úr 4.700 í rétt rúmlega 29 þúsund og á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum Íslendinga í sumarmánuðunum þremur úr rétt rúmlega 27 þúsund í 83 þúsund frá sömu mánuðum árið 2019. Margir áttu erfitt með að finna gistingu í fyrra sumar þegar menn ruku fyrirvaralítið út á land og ætluðu að láta slag standa með gistinguna. Nú eru hins vegar vísbendingar um að fleiri ætli að hafa vaðið fyrir neðan sig en þá.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira