Vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd skoði orðræðu Helga Hrafns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd taki til skoðunar ummæli Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um Miðflokkinn. Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“ Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“
Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira