Mættu með ljósin blikkandi og Jóhannes fluttur með hraði á sjúkrahús Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 11:31 Jóhannes Ásbjörnsson var í tuttugu daga í einangrun eftir að hafa veikst af Covid-19. Vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira