Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira