Fótbolti

Sautjándi deildarsigur Atletico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gleðin er við völd í Atletico.
Gleðin er við völd í Atletico. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Atletico Madrid er með átta stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða eftir 2-1 sigur á Granada í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Marcos Llorente kom Atletico yfir á 63. mínútu.

Yangel Herrera jafnaði þó metin skömmu siðar en Angel Correa skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Atletico er með 54 stig á toppnum en grannarnir í Real Madrid eru í öðru sætinu með 46 stig.

Atletico hefur unnið sautján leiki, gert þrjú jafntefli og tapað einum deildarleik hingað til á leiktíðinni.

Granada er í áttunda sætinu með 30 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×