Þrífættur hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2021 20:03 Tíkin Zenta á bænum Árbæjarhjáleiga, sem fer um allt á löppunum sínum þremur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir. Zenta er níu ára Labrador en hún varð fyrir því óhappi í haust að hestur sparkaði í hana, sem varð til þess að það þurfti að fá dýralækni til að taka hægri afturlöppina. Það var erfið ákvörðun fyrir eigenda hennar en það kom þó aldrei neitt annað til greina því hún hafði ný gotið nokkrum hvolpum og þurfti að hugsa um þá. "Já, hún fer um á þremur löppum og leikur sér að því og er ansi mögnuð. Hún var fljót að jafna sig og notar í raun vinstri löppina, hún miðjusetur hana þegar hún fer um í staðin fyrir að vera með tvær,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eigandi Zentu. „Hún var með þriggja vikna hvolpa þegar þetta gerist og var náttúrlega mjólkandi og þurfti að sinna þeim, það komu fimm hvolpar, við eigum hér tvær eftir hjá okkur,“ bætir Eiríkur við. Það eru þær Skvísa og Rúsí, sem elska það að leika sér saman og við mömmu sína. En er lappaleysið að há Zentu á einhvern hátt? Eiríkur Vilhelm og Zenta eru bestu vinir og gera meira og minna alla hluti saman heima í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Jú, auðvitað gerir það það, hún fer ekki alveg eins hratt um á þremur eins og á fjórum en hún virðist hvergi kveinka sér að finna til þannig að því leyti háir það henni ekki og svo fær hún bara verkefni við hæfi.“ En heldur Eiríkur að Zenta eigi bjarta framtíð? „Já, það er engin spurning, hún er mjög góður heimilishundur og smalahundur og hún gerir allt svo vel, sem hún gerir.“ Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Zenta er níu ára Labrador en hún varð fyrir því óhappi í haust að hestur sparkaði í hana, sem varð til þess að það þurfti að fá dýralækni til að taka hægri afturlöppina. Það var erfið ákvörðun fyrir eigenda hennar en það kom þó aldrei neitt annað til greina því hún hafði ný gotið nokkrum hvolpum og þurfti að hugsa um þá. "Já, hún fer um á þremur löppum og leikur sér að því og er ansi mögnuð. Hún var fljót að jafna sig og notar í raun vinstri löppina, hún miðjusetur hana þegar hún fer um í staðin fyrir að vera með tvær,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eigandi Zentu. „Hún var með þriggja vikna hvolpa þegar þetta gerist og var náttúrlega mjólkandi og þurfti að sinna þeim, það komu fimm hvolpar, við eigum hér tvær eftir hjá okkur,“ bætir Eiríkur við. Það eru þær Skvísa og Rúsí, sem elska það að leika sér saman og við mömmu sína. En er lappaleysið að há Zentu á einhvern hátt? Eiríkur Vilhelm og Zenta eru bestu vinir og gera meira og minna alla hluti saman heima í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Jú, auðvitað gerir það það, hún fer ekki alveg eins hratt um á þremur eins og á fjórum en hún virðist hvergi kveinka sér að finna til þannig að því leyti háir það henni ekki og svo fær hún bara verkefni við hæfi.“ En heldur Eiríkur að Zenta eigi bjarta framtíð? „Já, það er engin spurning, hún er mjög góður heimilishundur og smalahundur og hún gerir allt svo vel, sem hún gerir.“
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira