Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 07:29 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir hádegið á sunnudag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri. Veður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri.
Veður Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira