Hlaðborð fyrir stórlið Evrópu ef Dortmund kemst ekki í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Fari svo að Borussia Dortmund komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það þurft að selja tvo af sínum bestu mönnum, þá Jadon Sancho og Erling Braut Håland. Maja Hitij/Getty Images Gengi Borussia Dortmund hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Fari svo að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það neyðst til að selja sína bestu leikmenn. Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira
Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira