Ísland enn eina græna landið í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:44 Staðan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins er grafalvarleg eins og sést á þessu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira