Vill að Barcelona reki þann sem lak upplýsingum um samning Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 13:30 Ronald Koeman stendur þétt við bakið á Lionel Messi. getty/David Ramos Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, vill að félagið reki þann eða þá sem láku upplýsingum um samning Lionels Messi til fjölmiðla. Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52
Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30