„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 08:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að létta fyrr á samkomutakmörkunum en núgildandi reglugerð segir til um. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira