„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira