„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:37 Fanney spilar fyrir Breiðablik og sést hér í leik í vetur í grænum búningi liðsins. Vísir/Vilhelm Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir greindi frá því í dag að dómari á vegum Körfuknattleikssambands Íslands muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er dómarinn Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins. Þá herma heimildir fréttastofu að skilaboðin hafi verið kynferðislegs eðlis. Í kjölfar fréttar Vísis birti Fanney skjáskot af skilaboðum sem hún segist hafa fengið frá þjálfara í úrvalsdeild kvenna í körfubolta árið 2012, þegar hún var 22 ára. „Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár,“ skrifar Fanney með skjáskotinu, sem sjá má í tístinu hér fyrir neðan. 22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð frá þjálfara í deildinni. Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár. #timeisup pic.twitter.com/btCeGCPzN8— Fanney Lind Thomas (@FanneyL) January 27, 2021 Fleiri konur innan körfuboltahreyfingarinnar hafa tekið í sama streng og Fanney í dag. Körfuboltakonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem deilir tísti Fanneyjar. „Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert,“ segir Lovísa. Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert 🙃 https://t.co/XFCzWkD7SH— Lovísa (@LovisaFals) January 27, 2021 Elín Lára Reynisdóttir, körfuboltakona og þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, segir slíka hegðun ekki einskorðast við eina stétt. Dómarar, þjálfarar, stjórnendur... you name it we got it https://t.co/ZanWmDj5z8— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 27, 2021 Þá segir Helga Einarsdóttir fyrrverandi leikmaður KR að þöggun sé ekki lengur í boði. Mín ósk er sú að allar stelpur geti æft og spilað sína íþrótt án þess að lenda í kynferðislegu áreiti frá dómurum og þjálfurum. Að þær viti hvert þær geti leitað ef brotið er á þeim og séu öruggar að segja frá. Þöggun er ekki lengur í boði, það er okkar allra að sjá til þess.— Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) January 27, 2021 Óáreitt innan hreyfingarinnar Fanney segir í samtali við Vísi að hegðun sem þessi af hálfu karla í valdastöðum innan körfuboltans hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar um árabil. Það sé hennar tilfinning að mjög margar stelpur og konur í körfubolta hafi orðið fyrir slíku. „Þetta hefur bara fengið að vera svolítið óáreitt að ganga innan körfuboltahreyfingarinnar. En þegar maður var ungur, þá var ekki séns að maður hefði kjark í koma fram og hvað þá undir nafni. En ég á sjálf stelpu á fjórtánda ári sem er að fara í meistaraflokk á næstu árum og ég vil ekki sjá að hún lendi í einhverju svipuðu þannig að það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta,“ segir Fanney. Fanney ásamt yngri dóttur sinni. Segist hafa séð alla flóruna Hún kveðst þekkja fjölmörg dæmi þess að þjálfarar eða aðrir í valdastöðu innan hreyfingarinnar sendi leikmönnum óviðeigandi skilaboð eða fari yfir strikið á djamminu. „Maður hefur séð alla flóruna. Og það eru stelpur sem þora kannski ekki annað en að svara þessum skilaboðum eða segja ekki frá því þær vilja mínútur á vellinum. Þær vilja komast í landsliðið,“ segir Fanney. Þá sé það alvitað innan hreyfingarinnar hverjir það eru sem hafi hagað sér með slíkum hætti í gegnum tíðina. „En svo verð ég líka að taka það fram að það eru frábærir þjálfarar þarna inni á milli sem dettur ekki í hug að gera svona.“ Hefði aldrei stigið fram fyrir tíu árum Fanney telur að körfuboltahreyfingin eigi að taka harðar á þessum málum en gert hefur verið hingað til. „Ef þjálfarar geta sýnt svona hegðun þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir og eiga ekki að vera í svona starfi. Maður er að reyna að passa upp á börnin sín og kynslóðina næstu, hreinsa út. Flestir þessara þjálfara eru enn að starfa.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ um mál dómarans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fanney kveðst jafnframt skilja það mjög vel að leikmenn séu tregir við að segja frá óviðeigandi hegðun af hálfu þjálfara. Hún segir að dæmi séu um að leikmenn hafi verið útilokaðir frá landsliði eftir að hafa sagt frá slíku. „Ég hefði aldrei gert þetta fyrir tíu, fimmtán árum. Og að hugsa til baka. Maður hugsaði með sér; er þetta eðlilegt eða er þetta óeðlilegt? En maður eldist og sér að þetta er á mjög gráu svæði og á ekki að líðast, hvorki innan körfuboltahreyfingarinnar eða í annarri íþrótt. Ég á tvær stelpur og verð að vera fyrirmynd, sýna fordæmi,“ segir Fanney. „Og ef stelpur vilja koma fram er ég tilbúin að vera þeirra talskona, allan daginn. Ég skil vel ef þær þora ekki að koma sjálfar fram. Ég skammast mín núll fyrir að koma þessu á framfæri og þótt það verði smá titringur innan hreyfingarinnar þá verður bara að hafa það. Ég er á mínu síðasta ári, eða síðustu árum, á ferlinum, ég er ekki á leiðinni í landsliðið og ef þessi frásögn myndi stoppa það, þá er það bara allt í góðu.“ Körfubolti MeToo Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að dómari á vegum Körfuknattleikssambands Íslands muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er dómarinn Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins. Þá herma heimildir fréttastofu að skilaboðin hafi verið kynferðislegs eðlis. Í kjölfar fréttar Vísis birti Fanney skjáskot af skilaboðum sem hún segist hafa fengið frá þjálfara í úrvalsdeild kvenna í körfubolta árið 2012, þegar hún var 22 ára. „Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár,“ skrifar Fanney með skjáskotinu, sem sjá má í tístinu hér fyrir neðan. 22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð frá þjálfara í deildinni. Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár. #timeisup pic.twitter.com/btCeGCPzN8— Fanney Lind Thomas (@FanneyL) January 27, 2021 Fleiri konur innan körfuboltahreyfingarinnar hafa tekið í sama streng og Fanney í dag. Körfuboltakonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem deilir tísti Fanneyjar. „Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert,“ segir Lovísa. Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert 🙃 https://t.co/XFCzWkD7SH— Lovísa (@LovisaFals) January 27, 2021 Elín Lára Reynisdóttir, körfuboltakona og þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, segir slíka hegðun ekki einskorðast við eina stétt. Dómarar, þjálfarar, stjórnendur... you name it we got it https://t.co/ZanWmDj5z8— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 27, 2021 Þá segir Helga Einarsdóttir fyrrverandi leikmaður KR að þöggun sé ekki lengur í boði. Mín ósk er sú að allar stelpur geti æft og spilað sína íþrótt án þess að lenda í kynferðislegu áreiti frá dómurum og þjálfurum. Að þær viti hvert þær geti leitað ef brotið er á þeim og séu öruggar að segja frá. Þöggun er ekki lengur í boði, það er okkar allra að sjá til þess.— Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) January 27, 2021 Óáreitt innan hreyfingarinnar Fanney segir í samtali við Vísi að hegðun sem þessi af hálfu karla í valdastöðum innan körfuboltans hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar um árabil. Það sé hennar tilfinning að mjög margar stelpur og konur í körfubolta hafi orðið fyrir slíku. „Þetta hefur bara fengið að vera svolítið óáreitt að ganga innan körfuboltahreyfingarinnar. En þegar maður var ungur, þá var ekki séns að maður hefði kjark í koma fram og hvað þá undir nafni. En ég á sjálf stelpu á fjórtánda ári sem er að fara í meistaraflokk á næstu árum og ég vil ekki sjá að hún lendi í einhverju svipuðu þannig að það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta,“ segir Fanney. Fanney ásamt yngri dóttur sinni. Segist hafa séð alla flóruna Hún kveðst þekkja fjölmörg dæmi þess að þjálfarar eða aðrir í valdastöðu innan hreyfingarinnar sendi leikmönnum óviðeigandi skilaboð eða fari yfir strikið á djamminu. „Maður hefur séð alla flóruna. Og það eru stelpur sem þora kannski ekki annað en að svara þessum skilaboðum eða segja ekki frá því þær vilja mínútur á vellinum. Þær vilja komast í landsliðið,“ segir Fanney. Þá sé það alvitað innan hreyfingarinnar hverjir það eru sem hafi hagað sér með slíkum hætti í gegnum tíðina. „En svo verð ég líka að taka það fram að það eru frábærir þjálfarar þarna inni á milli sem dettur ekki í hug að gera svona.“ Hefði aldrei stigið fram fyrir tíu árum Fanney telur að körfuboltahreyfingin eigi að taka harðar á þessum málum en gert hefur verið hingað til. „Ef þjálfarar geta sýnt svona hegðun þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir og eiga ekki að vera í svona starfi. Maður er að reyna að passa upp á börnin sín og kynslóðina næstu, hreinsa út. Flestir þessara þjálfara eru enn að starfa.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ um mál dómarans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fanney kveðst jafnframt skilja það mjög vel að leikmenn séu tregir við að segja frá óviðeigandi hegðun af hálfu þjálfara. Hún segir að dæmi séu um að leikmenn hafi verið útilokaðir frá landsliði eftir að hafa sagt frá slíku. „Ég hefði aldrei gert þetta fyrir tíu, fimmtán árum. Og að hugsa til baka. Maður hugsaði með sér; er þetta eðlilegt eða er þetta óeðlilegt? En maður eldist og sér að þetta er á mjög gráu svæði og á ekki að líðast, hvorki innan körfuboltahreyfingarinnar eða í annarri íþrótt. Ég á tvær stelpur og verð að vera fyrirmynd, sýna fordæmi,“ segir Fanney. „Og ef stelpur vilja koma fram er ég tilbúin að vera þeirra talskona, allan daginn. Ég skil vel ef þær þora ekki að koma sjálfar fram. Ég skammast mín núll fyrir að koma þessu á framfæri og þótt það verði smá titringur innan hreyfingarinnar þá verður bara að hafa það. Ég er á mínu síðasta ári, eða síðustu árum, á ferlinum, ég er ekki á leiðinni í landsliðið og ef þessi frásögn myndi stoppa það, þá er það bara allt í góðu.“
Körfubolti MeToo Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira