„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 09:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. „Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira