Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2021 18:01 Í dag sauð uppúr milli þeirra Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs, sem eitt sinn voru samherjar í rekstri fjölmiðla. Gunnar Smári svarar því fullum hálsi sem fram kemur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Á ýmsum netmiðlum í dag hafa birst brot út bókinni sem mun koma út í næstu viku. Þar segir heldur nöturlega af því hvernig Gunnar Smári, sósíalistaleiðtoginn sjálfur, en þá forstjóri Dagsbrúnar hafi varla nennt til Danmerkur nema fá undir sig einkaþotu. En þar var Gunnar Smári að vinna að því að koma Nyhedsavisen á legg á vegum fjölmiðlafyrirtæksins Dagsbrúnar, Gunnar Smári sem forstjóri en Jón Ásgeir sem helsti eigandi. Í svargrein Gunnar Smára hafnar hann þessu sem aumu sparki og hálfsannleik. Sem hann telur að hljóti að vera að undirlagi Einars Kárasonar: „Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig,“ segir Gunnar Smári í grein sinni. Þar lýsir Gunnar Smári mikilvægum og róstursömum þætti í fjölmiðlasögunni, eins og hann horfir við sér. Eitt brotið úr bókinni sem Viðskiptablaðið birti fyrst fjölmiðla í dag, en DV og Hringbraut tóku upp í kjölfarið, og Gunnar Smári svarar í ofangreindum tilvitnuðum búti úr grein hans er svohljóðandi: „En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefið út 2006–2008.) En það var engin heimavinna unnin. Það var tilkynnt digurbarkalega á blaðamannafundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að samkeppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undirbúa það, starta sínum eigin fríblöðum og svo framvegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfirleitt opið að utan að póstkössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Danmörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs, þótt ekki væri það sambærilegt við tapið í Danmörku. Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“ Fjölmiðlar Verslun Tengdar fréttir Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Á ýmsum netmiðlum í dag hafa birst brot út bókinni sem mun koma út í næstu viku. Þar segir heldur nöturlega af því hvernig Gunnar Smári, sósíalistaleiðtoginn sjálfur, en þá forstjóri Dagsbrúnar hafi varla nennt til Danmerkur nema fá undir sig einkaþotu. En þar var Gunnar Smári að vinna að því að koma Nyhedsavisen á legg á vegum fjölmiðlafyrirtæksins Dagsbrúnar, Gunnar Smári sem forstjóri en Jón Ásgeir sem helsti eigandi. Í svargrein Gunnar Smára hafnar hann þessu sem aumu sparki og hálfsannleik. Sem hann telur að hljóti að vera að undirlagi Einars Kárasonar: „Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig,“ segir Gunnar Smári í grein sinni. Þar lýsir Gunnar Smári mikilvægum og róstursömum þætti í fjölmiðlasögunni, eins og hann horfir við sér. Eitt brotið úr bókinni sem Viðskiptablaðið birti fyrst fjölmiðla í dag, en DV og Hringbraut tóku upp í kjölfarið, og Gunnar Smári svarar í ofangreindum tilvitnuðum búti úr grein hans er svohljóðandi: „En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefið út 2006–2008.) En það var engin heimavinna unnin. Það var tilkynnt digurbarkalega á blaðamannafundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að samkeppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undirbúa það, starta sínum eigin fríblöðum og svo framvegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfirleitt opið að utan að póstkössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Danmörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs, þótt ekki væri það sambærilegt við tapið í Danmörku. Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“
Fjölmiðlar Verslun Tengdar fréttir Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47