41 árs gamall markvörður C-deildarliðs stoppaði risana í Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 13:00 Leikmenn Alcoyano fagna sigri á Real Madrid í gær og þar á meðal er markvörðurinn José Juan Figueras sem átti magnaðan leik í gærkvöldi. Getty/Quality Sport Images Ein óvæntasta hetja vikunnar er örugglega spænski markvörðurinn José Juan Figueras. Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira