„Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 12:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Marokkó á meðan þjálfari Marokkó hughreystir sinn mann. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru heppnir að slasast ekki í leiknum á móti hinum grófu Marokkóbúum en leikur þeirra kom gamalli landsliðshetju ekkert á óvart. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira