Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 11:01 Ólafur Stefánsson skoraði ellefu mörk þegar Ísland vann stórsigur á Sviss, 33-22, á EM í Svíþjóð 2002. epa/SIGI TISCHLER Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira