„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:50 Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins gegn Marokkó og var vel að því kominn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. „Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira