Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Íþróttadeild skrifar 14. janúar 2021 22:11 Ýmir Örn Gíslason reynir að stoppa Miguel Martins sem var íslenska liðinu mjög erfiður í seinni hálfleiknum í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. Íslenska handboltalandsliðið þurfti að sætta sig við tveggja marka tap á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Sóknarleikur íslenska liðsins fær ekki háa einkunn í kvöld því mikið var um mistök og lítill taktur í sóknum liðsins. Liðið bætti aðeins nýtingu sína í seinni hálfleiknum en þarf að gera miklu betur í næstu leikjum. Íslenska liðið spilaði mjög góða vörn stóra hluta leiksins en hún fór niður á sama plan og sóknarleikurinn á slæmum upphafsmínútum í seinni hálfleik þegar íslenska liðið fór langt með að kasta leiknum frá sér. Markvarslan var hvergi sjáanleg fyrr en þegar liðið var komið fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Ýmir Örn Gíslason voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati Íþróttadeildarinnar en Sigvaldi Guðjónsson fær líka fjóra í einkunn eins og þeir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (10 varin skot- 34:00 mín.) Fann engan takt í byrjun leiksins en náði að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik. Ísland þarf betra framlag frá markvörðum liðsins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (6/4 mörk - 57:43 mín.) Heilt yfir góður leikur. Með ágæta nýtingu en virkar á stundum kærulaus. Líklega einn besti leikmaður Íslands í þessum leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 48:49 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti í sókninni. Dróg af honum þegar leið á leikinn og skorti kraft á lokakaflanum. Varnarleikurinn hnökralaus. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:57 mín.) Byrjaði leikinn en það er öllum ljóst sem horfa að Janus gengur ekki heill til skógar. Honum er enginn greiði gerður með að spila. Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 28:37 mín.) Frábær í varnarleiknum en honum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum ekki síst í upphafi leiks. Kannski er aldurinn farinn að trufla. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Kom ekki mikið við sögu í sóknarleiknum en nýtti krafta sína í að hverja menn áfram. Hápunkturinn var kannski þegar hann fiskaði einn ruðning. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 mark - 32:49 mín.) Í vörninni hefur Arnar tekið framförum eftir að hann fór til Þýskalands. Skilar litlu í sóknarleiknum en honum til vorkunnar þá fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarf. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (1 mark, 7 stopp - 40:18 mín.) Langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Baráttujaxl af gamla skólanum. Þarf að fá fleiri tækifæri í sókninni. Fékk tvo brottrekstra snemma leiks en spilaði mjög skynsamlega út leikinn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3/1 varin skot- 22:34 mín.) Er ungur að árum og náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Þarf að fá meira traust og spila næstu leiki. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 29:08 mín.) Kom inn í seinni hálfleiknum og skilaði sínu frábærlega. Klikkaði á einu færi. Vandséð hver eigi að hirða af honum fast sæti í byrjunarliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 28:33 mín.) Fann lítinn takt í sínum leik. Gerir laglega hluti en virkar hægur og auðvitað háir hæðin Ómari. Er ekki sami maður með íslenska landsliðinu og hann er hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 19:34 mín.) Kom með mikla orku inn í sóknarleik íslenska liðsins. Var árásargjarn og bjó til hluti. Hins vegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið utan af velli. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 6:21 mín.) Átti afleitan dag. Hefur heillað með frammistöðu sinni í mörgum leikjum en var sanna sagna út á túni í Kaíró í kvöld. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 9:54 mín.) Ólafur verður ekki sakaður um að skila ekki sínu. Virðist líða fyrir það að hann nýtur ekki trausts hjá þjálfaranum. Hefði mátt spila meira. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 mörk - 23:42 mín.) Elliði sló í gegn í leiknum á Ásvöllum. Hann var köflóttur á stóra sviðinu í sínum fyrsta leik á stórmóti. Framtíðarmaður. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur hefur masterað varnarleikinn eins og honum einum er lagið. En sóknarleikurinn sem liðið bauð upp á fær falleinkunn. Hafa ber í huga að Guðmundi er vorkunn en íslenska liðið getur ekki skotið af níu metrum. Þá er markvarslan vandamál. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þurfti að sætta sig við tveggja marka tap á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Sóknarleikur íslenska liðsins fær ekki háa einkunn í kvöld því mikið var um mistök og lítill taktur í sóknum liðsins. Liðið bætti aðeins nýtingu sína í seinni hálfleiknum en þarf að gera miklu betur í næstu leikjum. Íslenska liðið spilaði mjög góða vörn stóra hluta leiksins en hún fór niður á sama plan og sóknarleikurinn á slæmum upphafsmínútum í seinni hálfleik þegar íslenska liðið fór langt með að kasta leiknum frá sér. Markvarslan var hvergi sjáanleg fyrr en þegar liðið var komið fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Ýmir Örn Gíslason voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati Íþróttadeildarinnar en Sigvaldi Guðjónsson fær líka fjóra í einkunn eins og þeir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (10 varin skot- 34:00 mín.) Fann engan takt í byrjun leiksins en náði að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik. Ísland þarf betra framlag frá markvörðum liðsins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (6/4 mörk - 57:43 mín.) Heilt yfir góður leikur. Með ágæta nýtingu en virkar á stundum kærulaus. Líklega einn besti leikmaður Íslands í þessum leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 48:49 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti í sókninni. Dróg af honum þegar leið á leikinn og skorti kraft á lokakaflanum. Varnarleikurinn hnökralaus. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:57 mín.) Byrjaði leikinn en það er öllum ljóst sem horfa að Janus gengur ekki heill til skógar. Honum er enginn greiði gerður með að spila. Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 28:37 mín.) Frábær í varnarleiknum en honum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum ekki síst í upphafi leiks. Kannski er aldurinn farinn að trufla. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Kom ekki mikið við sögu í sóknarleiknum en nýtti krafta sína í að hverja menn áfram. Hápunkturinn var kannski þegar hann fiskaði einn ruðning. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 mark - 32:49 mín.) Í vörninni hefur Arnar tekið framförum eftir að hann fór til Þýskalands. Skilar litlu í sóknarleiknum en honum til vorkunnar þá fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarf. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (1 mark, 7 stopp - 40:18 mín.) Langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Baráttujaxl af gamla skólanum. Þarf að fá fleiri tækifæri í sókninni. Fékk tvo brottrekstra snemma leiks en spilaði mjög skynsamlega út leikinn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3/1 varin skot- 22:34 mín.) Er ungur að árum og náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Þarf að fá meira traust og spila næstu leiki. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 29:08 mín.) Kom inn í seinni hálfleiknum og skilaði sínu frábærlega. Klikkaði á einu færi. Vandséð hver eigi að hirða af honum fast sæti í byrjunarliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 28:33 mín.) Fann lítinn takt í sínum leik. Gerir laglega hluti en virkar hægur og auðvitað háir hæðin Ómari. Er ekki sami maður með íslenska landsliðinu og hann er hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 19:34 mín.) Kom með mikla orku inn í sóknarleik íslenska liðsins. Var árásargjarn og bjó til hluti. Hins vegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið utan af velli. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 6:21 mín.) Átti afleitan dag. Hefur heillað með frammistöðu sinni í mörgum leikjum en var sanna sagna út á túni í Kaíró í kvöld. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 9:54 mín.) Ólafur verður ekki sakaður um að skila ekki sínu. Virðist líða fyrir það að hann nýtur ekki trausts hjá þjálfaranum. Hefði mátt spila meira. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 mörk - 23:42 mín.) Elliði sló í gegn í leiknum á Ásvöllum. Hann var köflóttur á stóra sviðinu í sínum fyrsta leik á stórmóti. Framtíðarmaður. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur hefur masterað varnarleikinn eins og honum einum er lagið. En sóknarleikurinn sem liðið bauð upp á fær falleinkunn. Hafa ber í huga að Guðmundi er vorkunn en íslenska liðið getur ekki skotið af níu metrum. Þá er markvarslan vandamál. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira