Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 15:00 Mikkel Hansen hefur verið einn besti handboltamaður heims um langt skeið en mátti sætta sig við tap gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan. Getty/Jan Christensen Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“ HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Þetta segir Hansen í viðtali við Jyllands-Posten en hann hefur ekki áhuga á því að spila fyrir framan allt að 5.000 áhorfendur á mótinu, eins og íþróttamálaráðherra Egyptalands hefur sagt að möguleiki sé á, í miðjum heimsfaraldri. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki íhugað að gefa ekki kost á mér, og að ég íhugaði það ekki enn. Ég bíð að minnsta kosti eftir upplýsingum um hvernig mótshaldið verður og hvernig skipuleggjendur mótsins hafa hugsað sér að þetta verði mögulegt,“ sagði Hansen. „Þjónar engum tilgangi“ Hansen, sem er 33 ára, hefur þrisvar verið valinn besti handboltamaður heims og óþarfi að fjölyrða um hve slæmt yrði fyrir Dani að vera án hans þegar HM hefst eftir níu daga. „Ég veit ekki hvort það ætti að aflýsa mótinu en það ættu að minnsta kosti ekki að vera neinir áhorfendur á svæðinu. Ég sé ekki tilganginn með því að við leikmennirnir séum fastir í sápukúlu uppi á hóteli, neyddir til að einangra okkur frá öllum líkt og konurnar á EM, en förum svo í íþróttahallirnar og spilum fyrir framan fjölda fólks. Það þjónar engum tilgangi,“ sagði Hansen, og bætti við: „Það er erfitt fyrir mig að sjá hvernig það á að takast að fá fjölda fólks inn í hallirnar án þess að það skapi hættu fyrir okkur. Það er ástæða fyrir því að vellirnir eru tómir um allan heim núna.“
HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira