Með sanngjarnari verðlagningu yrði ferðaþjónustunni tekið fagnandi Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 11:20 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli „Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Líklegast fyllist allt af Íslendingum. Ég tek undir með Áslaugu að tjaldsvæðin munu verða full og það mun væntanlega verða góður markaður fyrir tjaldvagna, fellihýsi og þessháttar,“ sagði Þórarinn Ævarsson veitingamaður um stöðu ferðaþjónustunnar í sumar. Þórarinn, sem stendur nú í ströngu við undirbúning opnunar pizza-staðarins Spaðans á Dalvegi, ræddi fréttir vikunnar í Bítinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Garðabæ. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir aðilar í ferðaþjónustunni, sem munu lifa, verða að setja sig í aðrar stellingar hvað varðar verðlagningu,“ sagði Þórarinn sem hefur löngum gagnrýnt verðlagningu hér á landi. Þórarinn gerði orð Heimis Karlssonar, þáttastjórnanda Bítisins, að sínum og sagði almenning ekki munu sætta sig við það að borga „fimm þúsund kall fyrir bleikjubita á Mývatni.“ Frekar myndu íslenskir ferðamenn smyrja sitt eigið nesti, nema að menn bregðist við og lækki verð. Slíkt myndi hafa jákvæð áhrif á störf hótela og veitingastaða á landinu. „Það kostar jafnmikið, launalega séð, að vera með hálftómt hótel og fullt hótel. Ég held að í þessu samhengi, taktu minna fyrir það og vertu með þetta flæði viðskiptavina sem skilar sér margfalt til baka. Ég þekki þetta mjög vel úr eigin rekstri,“ sagði Þórarinn. Skilaboð Þórarins til ferðaþjónustunnar voru því einfaldlega á þá leið. „Verið með sanngjarna verðlagningu og fólk mun taka ykkur fagnandi,“ sagði Þórarinn. Áslaug Hulda sagðist þá vona að aðilar í ferðaþjónustunni væru að hlusta. Fólk væri orðið óþreyjufullt og vera líklega að skipuleggja sumarfrí sitt um þessar mundir og væri reiðubúið að bóka gistingu. Hlusta má á Áslaugu Huldu og Þórarinn í liðnum Fréttir vikunnar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira