„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2020 16:08 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var gestur í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Þá eigi fyrirtækin ekki heldur efni á að greiða uppsagnarfrest starfsmanna. Jóhannes segir aðgerðarpakka stjórnvalda hafa litið ágætlega út þegar hann var kynntur. Hins vegar breytist staðan nánast daglega til hins verra og ljóst sé að þær aðgerðir dugi alls ekki til. Það þurfi í raun að vera hægt að loka fyrirtækjunum og þannig komast hjá öllum greiðslum til að halda þeim á lífi. Yrði flestum ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að færa í þrot, líkt og gæti gerst, yrðu eignir þeirra seldar nauðungarsölu og þar með yrði erfiðara að endurlífga kerfið þegar ferðamenn snúa til baka. „Við erum að horfa til þess að ferðaþjónustufyrirtæki verða nánast alveg tekjulaus væntanlega, við skulum segja að fyrstu alvöru möguleikar þeirra til þess að afla sér tekna verða sumarið 2021. Það þýðir það að við þurfum að þreyja þorrann þangað til,“ segir Jóhannes. „Við vitum það alveg að það verður fjöldi fyrirtækja, því miður, sem mun ekki lifa þetta af. En það þurfa að vera einhvers konar leiðir sem hægt er að fara, til dæmis að fyrirtæki geti einfaldlega bara lokað.“ Hann segir vandann mikinn í ferðaþjónustunni og það sé alveg ljóst að um sértækan vanda sé að ræða sem þurfi sértækar aðgerðir. Fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða kostnað þegar tekjurnar eru engar. „Dæmi um fyrirtæki sem er bara skynsamlega rekið, hefur lagt allan arð í fjárfestingar og byggt upp, það átti í upphafi fyrir mánuði síðan 150 milljónir á bankareikningi og 230 milljónir í útistandandi kröfum – það hefur enginn fengið greiddar útistandandi kröfur því þetta er lausafjárvandi. Nú er staðan þannig að þetta fyrirtæki á 50 milljónir eftir en að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest kostar 170 milljónir.“ Hann segir grundvallaratriði að þó margar aðgerðir nýtist ferðaþjónustufyrirtækjum sé það ekki nóg. Það væri hægt að líkja því við að enginn fiskur myndi veiðast í íslenskri landhelgi í heilt ár. „Ég held við myndum segja að það væri sértækur vandi sem þyrfti að skoða sérstaklega. Þetta er það sem við erum að glíma við; fullkominn aflabrestur.“ Ferðaþjónustan nánast hrunin til grunna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng í nýrri skoðanagrein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir alvarleika málsins jafnast á við loðnubrest, sem allir viti að sé alvarlegt fyrir afkomu þjóðarinnar. „En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta,“ segir Bjarnheiður. Hún segir ferðaþjónustuna hafa nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum eftir tilkomu kórónuveirufaraldursins. Bjarnheiður Hallsdóttir. „Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum.“ Þá sé ljóst að þó ferðaþjónustan sé ekki eina atvinnugreinin sem verði fyrir höggi sé höggið þar langmest. Það sé ekki hægt að vinna upp tapið eða laga þjónustuna að breyttum aðstæðum. Hún þurfi á ferðamönnum að halda. Hver einasti dagur án þeirra sé dagur þar sem tekjur tapast og nú þurfi sértækar aðgerðir. „Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var gestur í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Þá eigi fyrirtækin ekki heldur efni á að greiða uppsagnarfrest starfsmanna. Jóhannes segir aðgerðarpakka stjórnvalda hafa litið ágætlega út þegar hann var kynntur. Hins vegar breytist staðan nánast daglega til hins verra og ljóst sé að þær aðgerðir dugi alls ekki til. Það þurfi í raun að vera hægt að loka fyrirtækjunum og þannig komast hjá öllum greiðslum til að halda þeim á lífi. Yrði flestum ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að færa í þrot, líkt og gæti gerst, yrðu eignir þeirra seldar nauðungarsölu og þar með yrði erfiðara að endurlífga kerfið þegar ferðamenn snúa til baka. „Við erum að horfa til þess að ferðaþjónustufyrirtæki verða nánast alveg tekjulaus væntanlega, við skulum segja að fyrstu alvöru möguleikar þeirra til þess að afla sér tekna verða sumarið 2021. Það þýðir það að við þurfum að þreyja þorrann þangað til,“ segir Jóhannes. „Við vitum það alveg að það verður fjöldi fyrirtækja, því miður, sem mun ekki lifa þetta af. En það þurfa að vera einhvers konar leiðir sem hægt er að fara, til dæmis að fyrirtæki geti einfaldlega bara lokað.“ Hann segir vandann mikinn í ferðaþjónustunni og það sé alveg ljóst að um sértækan vanda sé að ræða sem þurfi sértækar aðgerðir. Fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða kostnað þegar tekjurnar eru engar. „Dæmi um fyrirtæki sem er bara skynsamlega rekið, hefur lagt allan arð í fjárfestingar og byggt upp, það átti í upphafi fyrir mánuði síðan 150 milljónir á bankareikningi og 230 milljónir í útistandandi kröfum – það hefur enginn fengið greiddar útistandandi kröfur því þetta er lausafjárvandi. Nú er staðan þannig að þetta fyrirtæki á 50 milljónir eftir en að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest kostar 170 milljónir.“ Hann segir grundvallaratriði að þó margar aðgerðir nýtist ferðaþjónustufyrirtækjum sé það ekki nóg. Það væri hægt að líkja því við að enginn fiskur myndi veiðast í íslenskri landhelgi í heilt ár. „Ég held við myndum segja að það væri sértækur vandi sem þyrfti að skoða sérstaklega. Þetta er það sem við erum að glíma við; fullkominn aflabrestur.“ Ferðaþjónustan nánast hrunin til grunna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng í nýrri skoðanagrein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir alvarleika málsins jafnast á við loðnubrest, sem allir viti að sé alvarlegt fyrir afkomu þjóðarinnar. „En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta,“ segir Bjarnheiður. Hún segir ferðaþjónustuna hafa nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum eftir tilkomu kórónuveirufaraldursins. Bjarnheiður Hallsdóttir. „Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum.“ Þá sé ljóst að þó ferðaþjónustan sé ekki eina atvinnugreinin sem verði fyrir höggi sé höggið þar langmest. Það sé ekki hægt að vinna upp tapið eða laga þjónustuna að breyttum aðstæðum. Hún þurfi á ferðamönnum að halda. Hver einasti dagur án þeirra sé dagur þar sem tekjur tapast og nú þurfi sértækar aðgerðir. „Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59