Neuer argur vegna leka hjá Bayern Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 13:00 Manuel Neuer á æfingu hjá Bayern 6. apríl. Þjóðverjar gera sér vonir um að geta hafið keppni í þýsku 1. deildinni að nýju í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. VÍSIR/EPA Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild. Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30
Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00
Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15