Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 15:29 Vísir/Vilhelm Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03
Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14