Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 15:29 Vísir/Vilhelm Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við miklum fjölda umsókna um bætur á móti skertu starfshlutfalli en opnað verður fyrir umsóknir á vef stofnunarinnar fyrir hádegi á morgun. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VMS segir allt kapp lagt á það innan Vinnumálastofnunar að ljúka nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafrænar umsóknir um bætur á móti skertu starfshlutfalli samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. „Ég reikna með því að hægt verði að sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli fyrir hádegi á morgun,“ segir Unnur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vinnumálastofnun frá því Alþingi samþykkti lög um greiðslu bóta á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að sækja um bæturnar frá og með morgundeginum.Vísir/Sigurjón „Þetta geta verið tíu til tuttugu þúsund manns. Það er mikið spurt um þetta en við rennum alveg blint í sjóinn með hvað þetta verða margir,“ segir Unnur. Nú þegar vinni allir starfsemenn stofnunarinnar í þessum málum og bætt verði við í starfslið á greiðslustofu hennar á Skagaströnd til að hafa undan. „Þú sækir um þetta úrræði sjálfur rafrænt á vef Vinnumálatofnunar og atvinnurekandi staðfestir síðan lækkað starfshlutfall á mínum síðum atvinnurekenda á vefnum okkar. Vonandi gengur þetta hraðar fyrir sig með rafrænum lausnum,“ segir Unnur. Stefnt sé að því að greiða fyrstu greiðslurnar hinn 31. mars. En miðað við hvað skammt sé til mánaðamóta gætu einhverjar greiðslur dregist inn í fyrstu viku apríl. „Þetta veltur allt á því hvað atvinnurekendur eru duglegir að fara inn á mínar síður hjá okkur til að staðfesta breytt starfshlutfall hjá sínu fólki,“ segir Unnur. Greiðslurnar muni síðan berast fólki um hver mánaðamót eins og önnur laun. Allar umsóknir muni gilda afturvirkt frá 15. mars síðast liðnum.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03 Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Fyrirtæki tilkynna um lokun. Það á við um fleiri fyrirtæki en tilmæli stjórnvalda ná til. 23. mars 2020 07:03
Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23. mars 2020 16:39
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um. 23. mars 2020 19:14
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent