Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 12:23 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum úr pontu á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira