Fótbolti

Ferguson hjálpaði syni Stuart Pearce að vinna Fantasy-deildina í skólanum sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sir Alex Ferguson, Stuart Pearce og Fabio Capello.
Sir Alex Ferguson, Stuart Pearce og Fabio Capello. vísir/getty

Stuart Pearce, fyrrum stjóri Man. City og enska U21-ára landsliðsins, greinir frá því að Sir Alex Ferguson hafi komið syni sínum til bjargar í Fantasy-deild í skólanum sínum er Ferguson stýrði United.

Það er enginn fótbolti á dagskránni þessa daganna og þá hafa spekingarnir á hinum ýmsum stöðum vaknað til lífsins og farið að segja bráðskemmtilegar sögur. Ein þeirra kom frá Pearce í gær.

Hann var í spjalli á TalkSPORT þar sem var farið yfir víðan völl en hann rifjaði þá meðal annars upp er átta ára sonur hans var að keppa í Fantasy-deild í skólanum sínum. Hann var ekki á toppnum er ein umferð var eftir en átti möguleika á að vinna deildina.

Pearce gerði sér lítið fyrir og hringdi í Ferguson og spurði hvort að hann myndi spila Phil Jones eða Chris Smalling í síðasta leiknum. Ferguson sagði honum það og Pearce sagði syni sínum að kaupa sá hinn sama samstundis.

United hélt hreinu í leiknum og það gerði það að verkum að átta ára sonur Pearce skaust upp fyrir forystusauðinn og vann skóladeildina með einu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×