Andri Rúnar og Arnór Smára rétta fram hjálparhönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:00 Andri Rúnar í treyju Helsingborg. MYND/FACEBOOK-SÍÐA HELSINGBORGAR Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020 Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira