Alþingi komið á neyðaráætlun Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 20:49 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira