Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 15:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræðir við fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis sem staðið hafa í ströngu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira