Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 15:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræðir við fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis sem staðið hafa í ströngu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands Sjá meira
Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent